Jólaorgeltónleikar með heimsstjörnunni Christian Schmitt

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 3. des.
02/12/2014
Hátíð fer að höndum ein – Jólatónleikar Schola cantorum 17. des kl. 12
15/12/2014
Sýna allt

Jólaorgeltónleikar með heimsstjörnunni Christian Schmitt

Christian Schmitt

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju býður til jólaorgeltónleika föstudaginn 12. desember kl. 20 með orgelstjörnunni Christian Schmitt, en hann hlaut „Echo“, ein æðstu verðlaun tónlistarmanna í Þýskalandi árið 2013.

Óhætt er að segja að Pdf - Icon Christian Schmitt sé einn eftirsóttasti ungi konsertorganisti heimsins í dag og er Listvinafélaginu mikill heiður að fá hann til að koma fram á yfirstandandi Jólatónlistarhátíð. Schmitt kom á vegum þýska sendiráðsins til að leika á 10 ára afmæli Klaisorgelsins í Hallgrímskirkju árið 2002 og var einn erlendra gestaorganista á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju 2013. Nú kemur hann í þriðja sinn og heldur jólatónleika með fjölbreyttri orgeltónlist.

Á efnisskránni eru verk eftir feðgana J.S. Bach og C. Ph. E. Bach, Dietrich Buxtehude, Charles Marie Widor, Charles Frost og Olivier Messiaen.

Christian Schmitt býður uppá fjölbreytta efnisskrá með jólalegu ívafi, sem ætti að gleðja unnendur tónlistar.

Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Listvinafélags Hallgrímskirkju og Þýska sendiráðsins á Íslandi.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Efnisskrá:

Johann Sebastian Bach
Fantasie und Fuge g-Moll (11)
Choralvorspiel „Wachet auf“ BWV 645 (4)

Dietrich Buxtehude
Choralvorspiel für Orgel „Wie schön leuchtet der Morgenstern“ BuxWV 223 (7)

Charles Marie Widor
Finale aus Sinfonie Nr. 8 (8)

Carl Philipp Emanuel Bach
Sonate a-Moll
Allegro-Adagio- Allegro (11)

Charles Frost
Hark the Angel, Variationen für Orgel (7)

Olivier Messiaen
Dieu parmi nous aus „Nativité du Seigneur“ (9)

Heimasíða Christian Schmitt: www.christianschmitt.info