Johannes Zeinler, ung orgelstjarna frá Austurríki leikur á tónleikum helgarinnar 13. og 14. júlí

Eyþór Franzson Wechner organisti
Eyþór Franzson Wechner organisti í Blönduóskirkju leikur verk eftir Niels Gade, Sigfrid Karg-Elert og J.S. Bach
09/07/2019
Jóhann Ingvi Stefánsson, Jón Bjarnason og Vilhjálmur Ingi Sigurðsson
Spennandi tónleikar með Jóni Bjarnasyni dómorganista í Skálholti ásamt trompetleikurunum Vilhjálmi Inga Sigurðssyni og Jóhanni Ingva Stefánssyni
15/07/2019

Johannes Zeinler, ung orgelstjarna frá Austurríki leikur á tónleikum helgarinnar 13. og 14. júlí

Johannes Zeinler

Austuríkissmaðurinn Johannes Zeinler kemur fram á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju um helgina, laugardaginn 13. júlí kl. 12:00 og svo aftur sunnudaginn 14. júlí kl. 17:00. Hann er einungis 26 ára og þrátt fyrir ungan aldur hefur Johannes unnið til fjölda verðlauna. Eftir velgengni í alþjóðlegum orgelkeppnum í Wiesbaden 2012, Kitzbühel 2012 og Liechtenstein 2013 vann Johannes tvenn virt fyrstu verðlaun, fyrst á alþjóðlegu orgelkeppninni í St. Albans árið 2015 og síðar hið fræga „Grand Prix de Chartres“ árið 2018.

Johannes hefur spilað á helstu tónlistarhátíðum og má þar nefna: í kapellunni í King’s College í Cambridge, Bavokerk í Haarlem, Dómkirkjunni í Poitiers, Philharmonic Hall í Essen og Notre Dame dómkirkjunni í París. Johannes er orgelleikari á heimsmælikvarða og þetta eru tónleikar sem sannir aðdáendur orgeltónlistar mega ekki láta framhjá sér fara. 

Miðasala fer fram á midi.is og í kirkjunni, klukkutíma fyrir tónleika.

Efnisskrá tónleikanna laugardaginn 13. júlí kl. 12:00:

Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Hvenær? Laugardagur 13. júlí kl 12:00-12:30 

Hvar? Hallgrímskirkja, Skólavörðuholti, 101 Reykjavík

Johann Sebastian Bach 1685-1750 
Prelúdía og fúga í G-dúr

Maurice Duruflé 1902-1986 
Scherzo op. 2 

Charles-Marie Widor 1844-1937 
Kórall (e. choral)  

Louis Vierne 1870-1937 
Lokaverk 2. sinfóníu op. 20


Efnisskrá tónleikanna sunnudaginn 14. júlí kl. 17:00:

Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Miðaverð 3000 kr

Hvenær? Sunnudagur 14. júlí kl. 17.00 – 18.00

Hvar? Hallgrímskirkja, Skólavörðuholti, 101 Reykjavík

Johann Sebastian Bach 1685-1750 
Sinfónía úr kantötunni “Wir danken dir, Gott, wir danken dir” BWV 29 

César Franck 1822-1890 
Deuxième Choral en si mineur 

Louis Vierne 1870-1937 
2. sinfónía op. 20
Allegro 
Choral
Scherzo 
Cantabile 
Final