Hátíð fer að höndum ein – Jólatónleikar Schola cantorum 17. des kl. 12

Christian Schmitt
Jólaorgeltónleikar með heimsstjörnunni Christian Schmitt
12/12/2014
Jól með Schola cantorum
Jól með Schola cantorum – Gamlir og nýir söngvar jólanna
22/12/2014

Hátíð fer að höndum ein – Jólatónleikar Schola cantorum 17. des kl. 12

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju-hádegistónleikar Schola cantorum miðvikudaginn 17. des. kl. 12- 12.30.

Hátíð fer að höndum ein er yfirskrift síðari aðventutónleika Schola cantorum í desember, þar sem kórinn býður upp á fagra kórtónlist tengda aðventu og jólum.

Á efnisskránni er m.a. Betlehemsstjarnan eftir Áskel Jónsson, Jólagjöfin eftir Hörð Áskelsson, jólalag eftir Hafliða Hallgrímsson,  Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og þekktir jólasálmar.

Einsöngvarar: Fjóla Nikulásdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Ragnheiður Sara Grímsdóttir.

Stjórnandi og orgelleikari Hörður Áskelsson.

Aðgangseyrir: 2000 kr/ 1500 kr.

EFNISSKRÁ:

1. Hátið fer að höndum ein Íslenskt þjóðlag: Jón Ásgeirsson (1928)
2. Það aldin út er sprungið Lag: Michael Praetorius
3. Jólagjöfin Lag: Hörður Áskelsson
4. Ó hve dýrleg er að sjá Lag: Jón Þórarinsson
5. Betlehemstjarnan Lag: Áskell Jónsson Einsöngur Fjóla Nikulásdóttir
6. Joseph and the angel Lag: Hafliði Hallgrímsson
7. O My Dear Heart Lag: Colin Brumby. Einsöngur: Ragnheiður Sara Grímsdóttir
8. Ave María Lag: Sigvaldi Kaldalóns Einsöngur: Hildigunnur Einarsdóttir
9. Fögur er foldin Lag: Þjóðlag/ Úts.: Anders Öhrwall