Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 26. júní.
Á fyrstu hádegistónleikum sumarsins verða flutt falleg, hátíðleg og skemmtileg dagskrá sem spannar vítt litróf frá miðöldum á Íslandi til vorra daga með viðkomu í íslenskum tvísöng auk þess sem nokkrar glæsilegar og þekktar perlur evrópskra tónbókmennta verða teknar til kostanna. Miðaverð er 2.700 kr. og það er posi á staðnum.
1. Ísland farsælda frón, þjóðlag, Jónas Hallgrímsson (1807–1845).
2. Hear my prayer, Henry Purcell (1659–1695) Byggt á 102. Davíðssálmi.
3. Ave Verum Corpus, William Byrd (1540-1623) Latneskur hymni fyrir Dýradag.
4. Dagur er nærri (Lascia ch’io pianga), Georg F. Händel (1685-1759) Þýðing: Kristján Valur Ingólfsson (f. 1947)
5. Locus iste, Anton Bruckner (1824–1896). Latneskur hymni.
6. Hvíld, Hugi Guðmundsson (f. 1978) Ljóð: Snorri Hjartarson (1908–86)
7. Vorvísa, Jón Ásgeirsson (1928) Ljóð: Halldór Laxness (1902–1998)
8. Stóðum tvö í túni, þjóðlag. Raddsetning: Hjálmar H. Ragnarsson (f. 1952). Úr Víglundarsögu
9. Smávinir fagrir, Jón Nordal (f. 1926) Ljóð: Jónas Hallgrímsson (1807–1845)
10. Grafskrift, þjóðlag. Raddsetning: Hjálmar H. Ragnarsson
Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, var stofnaður árið 1996 af Herði Áskelssyni kantor í félagi við nokkra meðlimi úr Mótettukór Hallgrímskirkju. Allar götur síðan hefur kórinn gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku tónlistarlífi.
Frumflutningur á verkum íslenskra tónskálda hefur jafnan vegið þungt á efnisskrá kórsins en einnig fjölröddun endurreisnartímans auk þess sem Schola cantorum hefur flutt ýmis stórvirki barokksins ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju.
Schola cantorum verður með hádegistónleika á hverjum miðvikudegi í Hallgrímskirkju frá og með 26. júní til 28. ágúst kl. 12:00.