Kammerkórinn Schola cantorum heldur jólatónleika í Hallgrímskirkju föstudaginn 20. desember kl. 12.
Á vetrarsólstöðum flytur Schola cantorum hugljúfa jólatónlist úr ýmsum áttum. Nýleg íslensk jólalög í bland við önnur vel þekkt, bæði íslensk og erlend munu hljóma og má þar nefna Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson, Stráið salinn í útsetningu John Rutter, Hátíð fer að höndum ein í nýrri útsetningu Auðar Guðjohnsen og Ó, helga nótt eftir Adams. Upplagt tækifæri til að koma við í Hallgrímskirkju í hádeginu, auðga jólaandann og fagna bjartari tíð.
Einsöngvarar eru Hildigunnur Einarsdóttir alt, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran.
Tónleikarnir eru hluti af jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju.
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Stjórnandi Hörður Áskelsson.
Miðaverð 3.000 kr./ 1.500 kr. fyrir Listvinafélaga (Afsláttinn er aðeins hægt að nýta í Hallgrímskirkju. Miða er hægt að kaupa í anddyri kirkjunnar á undan tónleikunum og á www.tix.is.
Að auki er hægt að kaupa miða í búð kirkjunnar frá kl. 09:00-17:00.
www.scholacantorum.is
www.listvinafelag.is