Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 15. desember klukkan 12.00

Schola Cantorum
Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2017 – Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 8. desember klukkan 12.00
07/12/2017
Trompetar og orgel
HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT – Laugardaginn 30. og 31. desember Gamlársdag kl.16.30
21/12/2017
Sýna allt

Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 15. desember klukkan 12.00

Schola Cantorum

Síðustu tónleikarnir í röð þriggja hádegistónleika kórsins á föstudögum í desember, sem notið hafa mikilla vinsælda.

Á efnisskránni eru ýmsir vinsælir aðventu- og jólasöngvar, m.a. ný útsetning eftir Auði Guðjohnsen kórfélaga á Hátíð fer að höndum ein.

Einsöngvarar eru úr röðum kórsins og föstudaginn 15. des. syngur Ragnheiður Sara Grímsdóttir sópran einsöng í Betlehemsstjörnunni eftir Áskel Jónsson, Jóhanna Valsdóttir alt syngur einsöng í Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og Lilja Gunnarsdóttir, syngur einsöng í Wexford carols. Einnig flytur kórinn fagra jólatónlist eins og m.a. Það aldin út er sprungið, gullfalleg verðlauna jólalög eftir Hafliða Hallgrímsson og jólalag eftir Huga Guðmundsson. Stjórnandi er Hörður Áskelsson, sem leikur einnig á stóra Klais orgelið. Þess má geta að Schola cantorum hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarflytjandi ársins 2016 og hafa HÁDEGISJÓL þeirra valið mikla hrifningu og fjöldi gesta notið þess að eiga uppbyggilega og fallega stund í hádeginu og komast í jólastemmninguna.

Miðasala er við innganginn, miðaverð 2500 kr. – 50% afsl. fyrir listvini. listvinafelag.is

Schola cantorum hefur frá stofnun árið 1996 hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og tæran söng sinn. Kórinn hefur unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram á tónleikum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Sviss, Japan og Bandaríkjunum. Hann var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2006, tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2007 og Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013. Kórinn hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins 2016. Hann hefur frá upphafi leikið mikilvægt hlutverk í íslensku tónlistarlífi og frumflutt verk eftir fjölda íslenskra tónskálda auk þess að flytja tónlist allra stíltímabila með og án hljóðfæraundirleiks, m.a. í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Alþjóðlegu barokksveitina við Hallgrímskirkju, Björk, Sigurrós o.fl.

Nánari upplýsingar veitir Hörður Áskelsson s: 693 6690