Frábærir orgeltónar í Hallgrímskirkju um helgina með Yves Rechsteiner konsertorganista frá Frakklandi

Jóhann Ingvi Stefánsson, Jón Bjarnason og Vilhjálmur Ingi Sigurðsson
Spennandi tónleikar með Jóni Bjarnasyni dómorganista í Skálholti ásamt trompetleikurunum Vilhjálmi Inga Sigurðssyni og Jóhanni Ingva Stefánssyni
15/07/2019
Schola cantorum
Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 17. júlí
16/07/2019
Sýna allt

Frábærir orgeltónar í Hallgrímskirkju um helgina með Yves Rechsteiner konsertorganista frá Frakklandi

Yves Rechsteiner

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Laugardagur 20. júlí kl. 12.00 – 12.30

Yves Rechtsteiner, konsertorganisti frá Frakkland 

Flytur verk eftir J. S. Bach og J. P Rameau.

Miðaverð 2500 kr


Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Sunnudagur 21. júlí  kl. 17.00 – 18.00

Yves Rechtsteiner, konsertorganisti frá Frakkland

Á efnisskrá eru verk eftir Hector Berlioz, Mike Oldfield og Jehan Alain.

Miðaverð 3000 kr 


Yves Rechsteiner lærði á orgel og sembal við Tónlistarháskólann í Genf í Sviss og sérhæfði sig í forte-piano og basso continuo í Schola Cantorum í Basel, Sviss. 

Hann hefur unnið til verðlauna á alþjóðlegum vettvangi (í Genf, Prag, Bruges o.fl.). Yves hefur starfað sem basso continuo kennari við Tónlistardeild miðaldatónlistar í Conservatoire Supérieur í Lyon, Frakklandi frá árinu 1995. 

Auk þess að vera virkur einleikari og meðleikari hefur hann gert margar útsetningar fyrir orgel og sembal. 

Hann hefur hljóðritað ýmis tónverk allt frá barokki til sinfóníutónlistar og þá gjarnan í samstarfi við aðra tónlistarmenn. 

Hann hljóðritaði verk J.S.Bach á sembal með pedal árið 2002, stofnaði Alpa- barokk hljómsveit tileinkaða svissneskri popptónlist árið 2005 og árið 2010 fékk hljómdiskurinn „Livre d’orgue de Rameau” viðurkenninguna „Diapason d’or”. 

Árið 2013 hljóðritaði hann fyrsta hljómdiskinn sem tekinn var upp á Puget orgelið í Dalbade í Toulouse, þar sem hann lék eigin útsetningu á Symphonie Fantastique eftir Berlioz. 

Hann stofnaði tríóið RCM Trio með slagverksleikaranum Henri-Charles Caget og gítarleikaranum Fred Maurin, sem tileinkað er endurgerð tónlistar eftir Frank Zappa sem og annarra framsækinna rokkhljómsveita. 

Yves Rechsteiner hefur frá árinu 2014 verið listrænn stjórnandi orgelhátíðarinnar í Toulouse Frakklandi. 

Laugardagur 20. júlí kl. 12.00

Johann Sebastian Bach 1685-1750 
From Partita BWV 1006 for violin arr. by Yves Rechtsteiner 
Preludio Gavotte Menuet I and II Bourrée 
Gigue 

Jean-Philippe Rameau 1683-1764 
Suite en sol majeur:
arr. by Yves Rechtsteiner 

Ouverture Musette Menuets Tambourins Air tendre Tambourins Les Sauvages 

Sunnudagur 21. júlí kl 17.00

Hector Berlioz 1803-1869 

Symphonie Fantastique: arr. by Yves Rechtsteiner 

Le Bal
Marche au Supplice 

Mike Oldfield 1953- 

Tubular Bells 1
arr. by Yves Rechtsteiner 

Jehan Alain 1911-1940 

Fantasmagorie Aria 

Litanies