King’s voices er blandaður kór frá hinum heimsfræga Kings College í Cambridge í Bretlandi og er gestur Listvinafélags Hallgrímskirkju og Hallgrímssafnaðar um helgina.
Laugardaginn 24. mars kl. 17 syngur kórinn enskan Evensong ( Aftansöng ) með hrífandi fallegri kórtónlist með og án orgels í anda King’s eins og kórinn syngur þar alla mánudaga og þekktur er í öllum helstu stórkirkjum Bretlands. Organisti þeirra Edward Reeve leikur á hið volduga Klais orgel Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Ben Terry. Prestar eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Ókeypis aðgangur og allir hjartanlega velkomnir.
Einnig syngur King’s voices í messu á Pálmasunnudag 24. mars kl. 11. Kórinn syngur þar fagra föstutónlist, m.a. Hear my prayer eftir Purcell ásamt félögum úr Mótettukór Hallgrímskirkju. Organisti þeirra Edward Reeve leikur eftirspilið Fúgu í Es- dúr BWV 552b eftir J.S. Bach. Organisti í messunni er Björn Steinar Sólbergsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ágeirssyni. Birkigreinar verða bornar í kirkjuna og barnastarfið í umsjón Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa Hallgrímskirkju býður upp á fallegt páskaföndur og yndislega samveru í suðursalnum. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Um King´s voices
King´s voices er blandaður kór sem var stofnaður árið 1997 til að gefa stúlkum sem stunda nám við King´s college einnig tækifæri til að syngja í kór. Stjórnandi kórsins er Ben Parry sem er mikils metinn og hefur komið víða við- m.a. var hann í hinum heimsfræga King´s College Choir við sömu kirkju, sem á hefur að skipa karlaröddum og var einn af meðlimum Swingle Singers um tíma. Hann er nú aðstoðarstjórnandi Kings College Choir og aðstoðarmaður Stephen Cleobury- sjá meira hér.