Organisti komandi helgar á Alþjóðlegu orgelsumri er ungi verðlaunaorganistinn David Cassan frá Frakklandi. Orgelsumarið er í samstarfi við hina heimsþekktu alþjóðlegu orgelkeppni í dómkirkjunni í Chartre í Frakklandi og fá verðlaunahafarnir að launum að halda tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Cassan er 1 vinningshafi orgelkeppninnar 2016 en keppnin er haldin annað hvert ár. Helgina 22.-23. júlí mun Cassan halda tvenna tónleika í Hallgrímskirkju á stórfenglega Klais orgelið.
Á fyrri tónleikum helgarinnar, laugardaginn 22.júli kl.12.00-12.30 mun Cassan flytja tónlist eftir G. Händel, J. Sibelius og leika spuna. Á sunnudeginun 23.júli kl.17-18 mun hann flytja tónlist eftir J.S. Bach, Saint-Saëns, Vierne, Widor, Dupré, Stravinsky og einnig leika spuna.
Miðasala er við innganginn 1 klst. fyrir tónleika og á midi.is.
Miðaverð 2.000 kr á hádegistónleika en 2.500 kr á sunnudagstónleikana sem eru 60 mín. langir.
22. JÚLÍ 2017 KL. 12.00-12.30
DAVID CASSAN
1.VINNINGSHAFI alþjóðlegu orgelkeppni í dómkirkjunni í Chartre í Frakklandi TÓNLIST EFTIR: G.F.Händel, Sibelius (Finlandia) D.Cassan (spuni)
HALLGRÍMSKIRKJA
MIÐAVERÐ 2000KR
og
23. JÚLÍ 2017 KL. 17.00-18.00
DAVID CASSAN
1.VINNINGSHAFI alþjóðlegu orgelkeppni í dómkirkjunni í Chartre í Frakklandi
TÓNLIST EFTIR: J.S. Bach, Saint-Saëns, Vierne, Widor, Dupré, Stravinsky (úr Eldfuglinum), D. Cassan (spuni)
Franski organistinn David Cassan stundaði nám m.a. hjá Thierry Escaich, Philippe Lefebvre og François Espinasse við Listaháskóla Parísar (Conservatoir National Supérieur de Musique et de Danse) lauk hann prófi í orgelleik, spuna, hljómfræði, kontrapunkt, fúgu og form, pólyfóníu endurreisnartímabilsins og tónsmíðar 20. aldar.
David Cassan hefur verið duglegur að taka þátt í alþjóðlegum orgelkeppnum og hefur unnið a.m.k. tíu þeirra. Þær þekktustu eru án efa Chartres í Frakklandi, Saint-Albans í Englandi, Haarlem í Hollandi og Jean-Louis Florentz verðlaun frönsku listaakademíunnar.
David Cassan er organisti Notre Dame des Victoires kirkjunnar í París en starfið gefur honum einnig möguleika að geta einbeitt sér að tónleikahaldi. Hann hefur komið fram með frægum frönskum sinfóníuhljómsveitum, auk þess að leikið á flest þekktu orgelin í Frakklandi og komið fram á tónleikum í Þýskalandi, Rússlandi, Kína, Ísrael, Spáni, Englandi, Belgíu, Írlandi, Hollandi, Sviss, Ítalíu og í Úrúgvæ.