Ungstirni, frumflutningur á nýju, íslensku orgelverki og háleynilegt prógramm eru á dagskrá Alþjóðlega orgelsumarsins í Hallgrímskirkju 2016. Þetta er 24. árið sem orgelsumarið er haldið og verður í ár boðið upp á heila 29 orgeltónleika og níu kórtónleika. Hið stórkostlega Klais-orgel og hljómburður kirkjunnar laða að frábært tónlistarfólk víðs vegar að úr heiminum og stendur Alþjóðlega orgelsumarið þetta árið sannarlega undir nafni: í ár eru organistarnir frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Lettlandi, Hollandi, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Íslandi – sumir þeirra stór nöfn í orgelheiminum eins og Leo Doeselaar organisti við Concertgebouw í Amsterdam, Douglas Cleveland frá Plymouth Church í Seattle og Mattias Wager organisti við Storkyrkan í Stokkhólmi.
Ungur, franskur afreksorganisti hefur tónleikaröðina með tónleikum helgina 18. og 19. júní. Thomas Ospital er aðeins 27 ára gamall en er margverðlaunaður fyrir leik sinn og þegar tekinn við stöðu organista við hina virtu St. Eustache-kirkju í París. Enn yngri er síðan hin bandaríska Katelyn Emerson sem leikur síðar í sumar, rísandi stjarna sem hefur sópað að sér viðurkenningum og hlaut í fyrra Fulbright-styrk til að nema hjá hinum heimsþekkta Olivier Latry í Frakklandi, en það var langþráður draumur hennar.
Dagskrá orgelsumarsins sýnir glöggt hversu gríðarmikið hefur verið samið af flottum verkum fyrir þetta magnaða hljóðfæri og eru efnisskrár afar fjölbreyttar. Hörður Áskelsson leikur hina sígildu Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach ásamt Tokkötu Jóns Nordal. Margir erlendu gestanna leika verk frá eigin heimalandi, Sigrún Magna Þórsteindóttir organisti Akureyrarkirkju leikur eintóm orgelverk eftir konur og Lára Bryndís Eggertsdóttir er ófáanleg til að láta nokkuð uppi um dularfulla efnisskrá sína og saxófónleikarans Dorthe Højland, sem verður víst að vera háleynileg til að ganga upp!
Og enn er verið að skrifa verk fyrir orgel, þar á meðal hérlendis. Björn Steinar Sólbergsson mun á tónleikum sínum í sumar frumflytja glænýtt verk eftir Hreiðar Inga. Þá skyldi ekki gleyma þeim fjölmörgu umritunum á hljómsveitarverkum sem gerðar hafa verið fyrir þessa drottningu hljóðfæranna, en hinn virti, hollenski organisti Leo van Doeselaar mun leika eina slíka, Lærisvein galdrameistarans eftir Dukas.
Á kórtónleikum orgelsumarsins syngur hinn rómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum. Kórinn, sem er margverðlaunaður, fagnar í ár 20 ára afmæli sínu og glænýrri geislaplötu sem ber heitið MEDITATIO og kemur út á næstunni hjá sænsku
útgáfunni BIS. Á plötunni eru mögnuð kórverk frá 20. og 21. öldinni sem tjá sorg og ástvinamissi en jafnframt huggun og von. Meðal verka á plötunni eru hið tregafulla og ljúfa Requiem eftir Jón Leifs, hið ójarðneska Lux aurumque eftir Eric Whitacre, The lamb eftir Tavener og Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sálmurinn sem margir telja þann fegursta sem saminn hefur verið hér á landi. Kórinn mun á tónleikum sumarsins syngja verk af plötunni ásamt sígildum kórperlum.
Tónleikar sumarsins
18/6 12.00 Thomas Ospital, St. Eustache, Paris, France.
19/6 17.00 Thomas Ospital, St. Eustache, Paris, France.
22/6 12.00 Schola cantorum chamber choir, Hallgrímskirkja.
23/6 12.00 Guðmundur Sigurðsson, Hafnarfjarðarkirkja, Hafnarfjörður, Iceland.
25/6 12.00 Björn Steinar Sólbergsson, Hallgrímskirkja.
26/6 17.00 Björn Steinar Sólbergsson, Hallgrímskirkja.
29/6 12.00 Schola cantorum chamber choir, Hallgrímskirkja.
30/6 12.00 Hörður Áskelsson, Hallgrímskirkja.
2/7 12.00 Leo van Doeselaar, concert organist, The Netherlands.
3/7 17.00 Leo van Doeselaar, concert organist, The Netherlands.
6/7 12.00 Schola cantorum chamber choir, Hallgrímskirkja.
7/7 12.00 Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Akureyrarkirkja, Akureyri, Iceland.
9/7 12.00 Kári Þormar, Dómkirkjan, Reykjavík.
10/7 17.00 Kári Þormar, Dómkirkjan, Reykjavík.
13/7 12.00 Schola cantorum chamber choir, Hallgrímskirkja.
14/7 12.00 Lára Bryndís Eggertsdóttir organ, Iceland, and Dorothee Höjland saxophone, Denmark.
16/7 12.00 Katelyn Emerson, USA.
17/7 17.00 Katelyn Emerson, USA.
20/7 12.00 Schola cantorum chamber choir, Hallgrímskirkja.
21/7 12.00 Jón Bjarnason, Skálholtsdómkirkja, Skálholt, Iceland.
23/7 12.00 Ligita Sneibe, concert organist, Latvia.
24/7 17.00 Ligita Sneibe, concert organist, Latvia.
27/7 12.00 Schola cantorum chamber choir, Hallgrímskirkja.
28/7 12.00 Larry Allen organ and Scott Bell oboe, USA.
30/7 12.00 Douglas Cleveland, Plymouth Church, Seattle, USA.
31/7 17.00 Douglas Cleveland, Plymouth Church, Seattle, USA.
3/8 12.00 Schola cantorum chamber choir, Hallgrímskirkja.
4/8 12.00 Friðrik Vignir Stefánsson, Seltjarnarneskirkja, Seltjarnarnes, Iceland.
6/8 12.00 Mattias Wager, Storkyrkan, Stockholm, Sweden.
7/8 17.00 Mattias Wager, Storkyrkan, Stockholm, Sweden.
10/8 12.00 Schola cantorum chamber choir, Hallgrímskirkja.
11/8 12.00 Hörður Áskelsson organ and Sigríður Ósk
Kristjánsdóttir mezzosoprano, Iceland.
13/8 12.00 Christoph Schöner, Michaeliskirche, Hamburg.
14/8 17.00 Christoph Schöner, Michaeliskirche, Hamburg.
17/8 12.00 Schola cantorum chamber choir, Hallgrímskirkja.
18/8 12.00 Kári Allansson, Háteigskirkja, Reykjavík.
20/8 12.00 James McVinnie, concert organist, London.
20/8 15.00 – 20.00 Cultural Night of Reykjavik in Hallgrimskirkja- free entrance.
21/8 17.00 James McVinnie, concert organist, London.
Miðasala verður við innganginn klukkustund fyrir tónleika og á www.midi.is.