ÁKALL- föstutónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju sunnudaginn 11. mars kl. 17

Stjórn Listvinafélagsins
Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju mánudaginn 12. mars nk. kl. 17
26/02/2018
King’s Voices, Cambridge
Frábær gestakór um helgina- King’s voices frá King´s College í Cambridge syngur EVENSONG og í messu með birkigreinum á Pálmasunnudag kl. 11
22/03/2018
Sýna allt

ÁKALL- föstutónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju sunnudaginn 11. mars kl. 17

Tónleikar Mótettukórsins

Sérlega fallegir og áhrifamiklir tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju verða haldnir í Hallgrímskirkju sunnudaginn 11. mars nk. kl. 17.

Efnisskrá föstutónleika Mótettukórsins undir yfirskriftinni Ákall er samansett af áhrifaríkum trúarlegum kórverkum sem fjalla um missi, sorg, bæn og huggun í skugga krossins á árstíma píslarsögu Krists og Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

Stærsta tónverkið, When David heard eftir Eric Whitacre, er tónsetning á sorgarákalli Davíðs konungs (2. Samúelsbók), þegar hann frétti af aftöku sonar síns Absaloms og vék afsíðis og hrópaði nafn sonar síns í sífellu. 

Inn á milli þekktra kórverka eftir erlend tónskáld eldri og yngri, þá Purcell, Byrd, Pablo Casals, Lauridsen og Tavener, hljóma sálmar Hallgríms með tónlist eftir íslenska höfunda, bæði útsetningum eldri laga og frumsaminni tónlist. 

Á tónleikunum frumflytur kórinn mótettu sem Halldór Hauksson samdi við andlátsbæn Hallgríms Péturssonar. Stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson.

Sjá nánar um tónleikana í  meðfylgjandi skjali og á motettukor.is

Miðaverð er 3.500 kr. Helmings afsláttur er til listvina eða 1750 kr. en verð til öryrkja, aldraðra og námsmanna er 1.700 kr. 

Miðasala er í Hallgrímskirkju s. 510 1000- opið 9-16.30 alla daga og einnig er miðasala við innganginn.

Óhætt er að lofa afburðatónlist og hrífandi flutningi kórsins, en fremur langt er síðan kórinn hefur boðið upp á a cappella tónleika með svo metnaðarfullri  efnisskrá.