Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju mánudaginn 12. mars nk. kl. 17

Hannah Morrison
Matteusarpassían eftir J.S. Bach í Hallgrímskirku á föstudaginn langa 30. mars 2018 kl. 18
23/02/2018
Tónleikar Mótettukórsins
ÁKALL- föstutónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju sunnudaginn 11. mars kl. 17
08/03/2018
Sýna allt

Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju mánudaginn 12. mars nk. kl. 17

Stjórn Listvinafélagsins

Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju verður haldinn í suðursal Hallgrímskirkju mánudaginn 12. mars nk. kl. 17.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Félagar í Listvinafélagi Hallgrímskirkju eru velkomnir á fundinn.

Á meðfylgjandi mynd, sem var tekin á stjórnarfundi 5. feb. sl. er núverandi stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju, talið frá vinstri:
Rósa Gísladóttir myndlistarmaður, Sveinn Yngvi Egilsson prófessor í íslenskum bókmenntum, Katrín Sverrisdóttir sálfræðingur, formaður Mótettukórs Hallgrímskirkju, Benedikt Ingólfsson söngvari, fulltrúi Schola cantorum, Sigurður Sævarsson tónskáld, formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju, sr. Irma Dögg Óskarsdóttir starfandi sóknarprestur Hallgrímskirkju, Hörður Áskelsson kantor, listrænn stjórnandi Listvinafélags Hallgrímskirkju, Ævar Kjartansson útvarpsmaður og Jóhannes Pálmason lögfræðingur, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju. Á myndina vantar Jónönnu Björnsdóttur framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju, Björn Steinar Sólbergsson organista, sr. Sigurð Árna Þórðarson sem er í námsleyfi og Ingu Rós Ingólfsdóttur framkvæmdastjóra Listvinafélagsins sem tók myndina.