Aðalfundur Listvinafélagsins í Reykjavík – Miðvikudaginn 28. maí nk. kl. 17

Lokatónleikar Listvinafélagsins mikill listasigur
Lokatónleikar Listvinafélagsins mikill listasigur – 5* dómur um Jólaóratóríuna í Eldborg Hörpu
06/02/2025
Sýna allt

Aðalfundur Listvinafélagsins í Reykjavík – Miðvikudaginn 28. maí nk. kl. 17

Neskirkja

AÐALFUNDUR LISTVINAFÉLAGSINS Í REYKJAVÍK verður haldinn MIÐVIKUDAGINN 28. MAÍ KL. 17 í SAFNAÐARHEIMILI NESKIRKJU VIÐ HAGATORG.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en einnig er þetta kærkomið tækifæri til að listvinir hittist og ræði málefni félagsins og horfi fram til næstu ára með stjórn Listvinafélagsins. 

Boðið verður upp á glæsilegar veitingar og antikbollastell Listvinafélagsins munu skapa fallega og hlýlega stemmningu

Reiknað er með að fundurinn standi í um 1,5 klst. og myndi stjórn Listvinafélagsins gleðjast yfir að sjá ykkur sem flest.

Með kærum og hlýjum sumarkveðjum-

Inga Rós Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri 

Stjórn Listvinafélagsins í Reykjavík:

Ágúst Ingi Ágústsson formaður

Hörður Áskelsson listrænn stjórnandi

Ragnheiður Þórdís Gylfadóttir

Margrét Bóasdóttir

Alexandra Kjeld

Benedikt Ingólfsson

Halldór Hauksson

Rósa Gísladóttir

Halldís Ólafsdóttir

 

Listvinafélagið í Reykjavík

listvinafelag.is

Mynd: neskirkja.is