Birtingarmyndir / Manifestations
Listsýning Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur Birtingarmyndir verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sunnudaginn 10. mars 2019 við messulok.
Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju.
Sýningastjórar eru Rósa Gísladóttir, Þórunn Sveinsdóttir og G.Erla Geirsdóttir.
Allir eru hjartanlega velkomnir og verða léttar veitingar í boði Hallgrímssafnaðar.
Guðrún Sigríður, sem lést í október sl. langt fyrir aldur fram, var byrjuð að undirbúa sýninguna í Hallgrímskirkju fyrir rúmu ári síðan og þá skrifaði hún þennan texta:
„Verkin sem ég er að vinna að eru öll að skoða mannlega tilvist – human existence – og hvernig við tökumst á við hana – bæði persónulega og alhliða. Fyrir form og hlutföll verkanna leitast ég við að sækja innblástur í kirkjuumhverfið, s.s. gluggana og steinda glerið í hurðinni.”
Því miður gripu forlögin í taumana og henni entist henni ekki aldur til að gera þau verk.
Um nokkurt skeið hafði þetta þema verið listakonunni sérstaklega hugleikið og mannleg tilvist var einmitt meginefni stórrar einkasýningar hennar í The Crypt Gallery (í hvelfingum undir St. Pancras kirkjunni í miðborg Lundúna) snemma árs 2016.
Nú þegar þessi minningarsýning um hana er sett upp hér í Hallgrímskirkju eru flest listaverkin valin af syni hennar Óðni Erni Hilmarssyni af þeirri sýningu.
Sýningin stendur til 26. maí og er opið 9-17 alla daga.
Sjá fréttatilkynningu í heild sinni hér.