THIERRY MECHLER organisti Fílharmóníunnar í Köln á tónleikum helgarinnar 28. og 29. júlí

Lára Bryndís Eggertsdóttir
Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri fimmtudaginn 26. júlí
26/07/2018
Kári Þormar
Kári Þormar dómorganisti heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri fimmtudaginn 2. ágúst
01/08/2018

THIERRY MECHLER organisti Fílharmóníunnar í Köln á tónleikum helgarinnar 28. og 29. júlí

Thierry Mechler

Franski organistinn og tónskáldið Thierry Mechler er orgelleikari Fílharmóníuhljómsveitar Kölnar og prófessor í orgelleik og orgelspuna við Tónlistar- og dansháskólann í Köln.

Allt frá námsárum sínum hefur Thierry verið vinsæll konsertorganisti og hann hefur haldið tónleika víðs vegar um heiminn auk þess sem hann er virtur dómari í orgelkeppnum og eftirsóttur sem fyrirlesari og kennari á meistaranámskeiðum.

Laugardaginn 28. júlí kl. 12 leikur Thierry Mechler verk eftir Bach (Goldberg tilbrigðin), A.P.F. Boëly og spunaverk eftir sjálfan sig. Miðaverð kr. 2.000. Miðar eru seldir í kirkjunni klukkutíma fyrir tónleikana og á www.midi.is

Efnisskrá:

Johann Sebastian Bach 1685‒1750
Aría og sex Goldberg tilbrigði

Alexandre Pierre François Boëly 1785‒1858
Fantaisie sur le Judex Crederis
Úr: Te Deum, allegro pastorale í G-dúr
og allegro agitatio í g-moll

Thierry Mechler *1962 Spuni

Sunnudaginn 29. júlí kl. 17 leikur Thierry  Mechler verk eftir Rameau, Fauré, Ravel, Satie, Poulenc, Dutilleux (Hommage à Bach), Debussy (Hommage à Rameau) og sjálfan sig Miðaverð kr. 2.500. 

Miðar eru seldir í kirkjunni klukkutíma fyrir tónleikana og á www.midi.is

Efnisskrá:

Jean-Philippe Rameau 1683‒1764 Les Sauvages
L’Enharmonique
Le Rappel des Oiseaux

Gabriel Fauré 1845‒1924 Improvisation, op. 84, nr. 5

Maurice Ravel 1875‒1937 Prélude et fugue
úr / from: Tombeau de Couperin

Erik Satie 1866‒1925 Prière des Orgues

Francis Poulenc 1899‒1963 Toccata

Henri Dutilleux 1916‒2013
Improvisation et Hommage à Bach

Claude Debussy 1916‒2013
Hommage à Rameau (Images I)

Thierry Mechler *1962 Triptychon-Organum, op. 15, 2017
In necessariis unitas (Í nauðsynlegum efnum, einhugur), Offertorium
In dubiis libertas (Í óvissum efnum, frelsi), Communio
In omnibus caritas (Í öllum efnum, kærleikur), Postludium