Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri fimmtudaginn 26. júlí

Thierry Escaich
THIERRY ESCAICH organisti St. Étienne- de Mond kirkjunnar í París á tónleikum helgarinnar 21. og 22. júlí
20/07/2018
Thierry Mechler
THIERRY MECHLER organisti Fílharmóníunnar í Köln á tónleikum helgarinnar 28. og 29. júlí
26/07/2018

Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri fimmtudaginn 26. júlí

Lára Bryndís Eggertsdóttir

Lára Bryndís Eggertsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Lára Bryndís er nýflutt aftur heim til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku þar sem hún lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum vorið 2014. Undanfarin ár hefur hún starfað sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni BaroqueAros í Árósum.

Fimmtudaginn 26. júlí kl. 12: Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur verk eftir G. Pierné og Bedrich Smetana (Moldau). Miðaverð kr. 2.000.

Efnisskrá:
Gabriel Pierné 1863‒1937 Trois Pièces, op. 29
Prélude
Cantilène
Scherzando

Bedřich Smetana 1824‒-1884 Vltava / The Moldau
Umr.: Barbara Bannasch / LBE

Miðar eru seldir í kirkjunni klukkutíma fyrir tónleikana og á www.midi.is