Andreas Liebig á lokahelgi Alþjóðlegs orgelsumars

Lára Bryndís
Menning um Verslunarmannahelgina
29/07/2015
Hárkollur, Händel og himneskt barokk: Kirkjulistahátíð 2015 opnar á morgun
13/08/2015
Sýna allt

Andreas Liebig á lokahelgi Alþjóðlegs orgelsumars

Andreas Liebig

Lokadagar Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju verða um næstu helgi þegar Andreas Liebig, organisti dómkirkjunnar í Basel í Sviss, heldur tvenna tónleika þar sem verk eftir Liszt, J.S. Bach, Reger, Franck og Duruflé fá að hljóma á stóra Klais orgelið.

Andreas Liebig hefur verið listrænn stjórnandi ýmissa tónleikaraða og tónlistarhátíða, þar á meðal Ostwestfälische Orgeltage, Krummhörner Orgelfrühling og Internationale Sommerkonzerte Dornum. Hann heldur reglulega tónleika við góðan orðstír, situr í dómnefndum í alþjóðlegum orgelkeppnum, hefur tekið upp tónlist Bachs á sögufræg orgel og kennir masterklassa um víða veröld. Hann hefur frá árinu 2013 verið yfirmaður orgeldeildar Landeskonservatorium í Innsbruck og frá 2014 gegnt stöðu organista við dómkirkjuna í Basel.

Fyrri tónleikar Andreasar Liebig eru laugardaginn 8. ágúst kl. 12 og miðaverð er 2000 kr.

Seinni tónleikar hans og síðustu tónleikar orgelsumarsins eru sunnudaginn 9. ágúst kl. 17 og miðaverð á þá er 2500 kr.

Félagar í Listvinafélagi Hallgrímskirkju fá frítt inn á tónleika helgarinnar.