SCHUBERT LJÓÐASÖNGVAR

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

SCHUBERT LJÓÐASÖNGVAR

15/02/17

15. febrúar 2017 miðvikudagur kl. 20 SCHUBERT LJÓÐASÖNGVAR

Oddur Jónsson, barítón og Somi Kim, píanisti flytja Schubert ljóð. Á dagskránni eru ljóð Heine úr Schwanengesang, Gesänge des Harfners úr Wilhelm Meister eftir Goethe og valin Schubert ljóð. Einstök upplifun á ljóðakvöldi í mikilli nálægð við afburða listamenn, en leikið er á Bösendorfer flygilinn, sem var gefinn kirkjunni sem minningargjöf.

Oddur hefur hlotið fjölda viðurkenninga í alþjóðlegum ljóðakeppnum. Hann fékk Schubert verðlaunin og verðlaun sem besti ljóða- og óratóríu flytjandinn í Francesc Viñas keppninnni í Barcelona. Hann sigraði Brahms-keppnina í Pörtschach í Austurríki og varð þriðji í Schubert keppninni í Dortmund, Þýskalandi. Sem ljóðasöngvari hefur Oddur t.d. flutt Schwanengesang á Schubert hátíðinni í Vilabertran á Spáni og Das Lied von der Erde eftir Gustav Mahler í Garnier-óperunni í París.

Somi Kim er fædd í Suður Kóreu en ólst upp í Nýja Sjálandi. Hún býr og starfar í London eftir að hafa lokið námi við Royal Academy of Music í London. Hún hefur hlotað fjölmörg verðlaun, t.d. The Gerald Moore Award for Accompanists, AESS Patricia Routledge National English Song Accompanist Prize, Bromgrove International Musicians Competition Accompanist Prize, Vivian Langrish Memorial Trust Prize og Thomas Art of Song Accompanist Prize.

Hún hefur komið fram í Het Concertgebouw, Slovak Philharmonic, Wigmore Hall, St. John’s Smith Square, Cadaogan Hall, Bridgewater Hall og Oxford Lieder Festival.

Takmarkaður sætafjöldi. Aðgangseyrir: 4.500 kr. ( 3000 kr fyrir listvini)

Details

Date:
15/02/17